App sem breytir samskiptum
milli heimilis og skóla

Appið auðveldar kennurum að miðla skilaboðum, upplýsingum um viðveru barna og myndum af leik og starfi

App karellen

Ólíkt viðmót og virkni milli notendahópa

Tvær útgáfur af appinu - önnur fyrir kennara, hin fyrir foreldra

Verkfæri fyrir kennara

Skráning á ýmsum þáttum skólastarfsins, t.d. viðveru barna, svefntíma og matartíma auk mynda af starfinu og skilaboða til foreldra

Verkfæri fyrir foreldra

Skilaboð til skólans um veikindi barns, upplýsingar um dagskrá skólans, matar- og svefntíma barnsins auk þess sem myndir berast strax frá skólanum

Hefur þú séð appið okkar?

Skoða myndband

Öll verkfæri sem þörf er á

Frá mætingaskráningu til myndatöku af starfinu - öflug verkfæri, alltaf við hendina

Viðveruskráning

Kennari getur skráð komu og brottfarartíma barns á degi hverjum. Þær upplýsingar skila sér strax inn í meginkerfið og eru aðgengilegar öðrum. Foreldrar skrá börn veik að kvöldi og kennari sér þá skráningu að morgni.
Hlutverk:

Skilaboð

Skilaboð berast strax til réttra aðila. Kennari skráir skilaboð sem berast samstundis í appið í síma foreldra. Á sama hátt getur foreldri látið kennara strax vita um mikilvæg atriði sem þurfa að skila sér hratt á áfangastað.
Hlutverk:

Dagatal

Dagatalið sýnir þá viðburði sem hafa verið skráðir í vefkerfið. Þannig gefst foreldrum og tækifæri á að skipuleggja tíma sinn í takti við dagskrána í skólanum. Starfsfólk sér á sama hátt viðburðadagskrána sem er framundan.
Hlutverk:

Myndasafn

Myndir sem merktar eru barninu birtast í appi foreldra á meðan myndir sem tengdar eru deildinni birtast í appi kennara. Þannig fá foreldrar yfirsýn yfir starfið í skólanum og sjá hvað barnið þeirra aðhefst.
Hlutverk:

Aðstandendur

Kennarar sjá lista yfir aðstandendur barna á deildinni og hafa þannig greiðan aðgang að upplýsingum þegar á þarf að halda. Til dæmis þarf ekki lengur að fara í möppu eða tölvu til að finna símanúmer aðstandanda barns þegar á þarf að halda.
Hlutverk:

Myndavél

Kennarar geta tekið myndir af starfinu og merkt þær nemendum í appinu sjálfu. Merkt mynd er vistuð á vefþjóni en hún er einnig send í app foreldra.
Hlutverk:

Matseðill

Matseðill skólans birtist í appi foreldra og kennara. Þannig geta allir hlutaðeigandi séð hvað er í matinn á degi hverjum.
Hlutverk:

Skráningaryfirlit

Foreldrar geta séð lista yfir skilaboð, myndir og skráningu atriða í tímaröð í skráningaryfirlitinu í appinu.
Hlutverk:

Við erum nú í þeim aðstæðum að þurfa að fræða börnin okkar um áður óþekkta vitneskju og að miða undirbúning skólastarfs við ónumda þekkingu framtíðar.

Margaret Mead

APP skjámyndir