Spennandi nýjung í leikskólastarfi
sem byggir á áralangri reynslu

Nýtt rekstrarkerfi fyrir leikskóla byggir á eldra kerfi sem hefur verið í notkun undanfarin 16 ár. Rekstrarkerfið virkar nú á öllum tegundum tölva.

Desktop karellen

Eiginleikar rekstrarkerfisins

Rekstrarkerfið mætir öllum þörfum leikskólans fyrir skráningu og utanumhald upplýsinga auk þess sem vefkerfi fylgir með. Vefkerfið sækir upplýsingar í rekstrarkerfið sem auðveldar alla vefumsjón. Kerfið mætir þörfum foreldra og starfsmanna fyrir upplýsingar um starfsemi skólans.

Verkfæraborð

Verkfæraborð foreldra geymir helstu aðgerðir og viðmótseiningar sem foreldrar þurfa á að halda til að hafa góða yfirsýn yfir skóladag barnsins og dagskrá skólans. Þar birtast einnig myndir af starfinu sem merktar eru nafni barnsins. Verkfæraborðið er samansafn flýtiaðgerða og upplýsingareita sem á fljótlegan hátt veita yfirsýn.

Vinnuborð

Vinnuborð starfsfólks hefur að geyma nauðsynlegustu verkfæri til að nota í starfinu. Þar er listi yfir nemendahópinn auk takka til að merkja við mætingu, brottför, veikindi og fjarvistir. Einnig er á borðinu matseðill skólans og atburðadagatal. Vinnuborðið er samansafn flýtiaðgerða og upplýsingareita sem á fljótlegan hátt veita yfirsýn og auðvelda algengustu aðgerðir í kerfinu.

Nemendalisti

student database karellen

Nemendalistinn geymir bakgrunnsupplýsingar um nemendur auk upplýsinga um viðveru í skólanum, fjarvistaskráningu, máltíðir og svefn. Fjölmargar nýjungar eru í kerfinu, til dæmis skráning á foreldraviðtölum, skjalageymsla sem er tengd nemandanum og framvindusaga þar sem hægt er að skrá vörður í þroska barns eða námstengda áfanga.

 • Grunn upplýsingar
 • Mæting
 • Matseðill
 • Skráning máltíða og svefns
 • Sérkennslutímaskráning
 • Heilsu og öryggisupplýsingar

Starfsmannalisti

Starfsmannalisti geymir bakgrunnsupplýsingar um starfsfólk, t.d. símanúmer og netfang auk upplýsinga um vinnutíma á mismunandi einingum innan skólans. Starfsmannalisti tengist jafnframt aðgangi að starfsmannasíðum kerfisins þar sem starfsfólk fær upplýsingar um nemendur og aðstandendur á fljótlegan og aðgengilegan hátt.

 • Grunn upplýsingar
 • Komur og brottfarir
 • Starfsmannaviðtöl skráð
 • Bakgrunnsupplýsingar vegna launa
 • Breytilegur vinnutími skráður

Aðstandendalisti

student database karellen

Listi yfir aðstendendur geymir helstu bakgrunnsupplýsingar um aðstandendur, t.d. símanúmer og þau netföng sem aðstandendur gefa upp. Aðstandendur hafa aðgang að eigin síðu með upplýsingum um þau börn sem eru skráð í kerfið auk myndasafns með myndum sem merktar eru hverju barni fyrir sig. Hægt er að senda aðstandendum skilaboð í kerfinu, ýmist sem tölvupóstboð eða bein skilaboð í kerfinu sjálfu.

 • Grunn upplýsingar
 • Einn aðgangur vegna barna í kerfinu
 • Póstfangalisti
 • Tölvupóstsendingar til aðstandenda
 • Upplýsingar um það sem barnið vantar í skólann

Gjaldakerfi

Hægt er að fá viðbótareiningu til að halda utan um innheimtu dvalargjalda. Einingin byggir á mánaðarlegri skilagrein fyrir sveitarfélög / rekstraraðila þar sem dvalargjöld og leiðréttingar eru send sem gögn í Navision og fleiri slík bókhaldskerfi. Í gjaldakerfinu er sérstökum áherslum sveitarfélaga í gjaldaútreikningi mætt með reiknireglum fyrir ólíkar tegundir dvalargjalda. Dvalargjöldum er stjórnað miðlægt í kerfinu og geta sveitarfélög því breytt gjaldaforsendum fyrir alla skóla óháð því hver er rekstraraðili skólans.

 • Miðlæg uppsetning dvalargjalda
 • Skilagreinar fyrir bókhaldskerfi
 • Þægilegt yfirlit yfir innheimtu hvers mánaðar
 • Sundurliðaðar upplýsingar um tegundir gjalda
student database karellen

Samskiptakerfi

student database karellen

Í kerfinu er öflugt samskiptakerfi sem heldur utan um skilaboð til og frá foreldrum auk þess sem hægt er að senda tölvupóst til foreldra beint úr kerfinu. Einnig er í kerfinu möguleiki á að halda utan um fundi með forsjáraðilum og öðrum aðstandendum auk funda með starfsfólki. Allir aðilar sem tengjast barninu geta séð skilaboð sem farið hafa á milli heimilis og skóla. Þannig verður yfirsýn yfir samskipti mun betri og greinilegri.

 • Bein skilaboð innan kerfis
 • Tölvupóstsendingar til aðstandenda

Skjalageymsla

Í kerfinu er skjalageymsla sem tengist börnum, starfsfólki og starfseiningum. Þannig er hægt að geyma skjöl sem borist hafa skóla vegna barns. Einnig er í kerfinu öflug myndageymsla með möguleikum á að merkja mynd nafni barns, nafni kennara, starfseiningar, atburðar í dagskránni, heiti skólans og öðrum lykilorðum sem skipta mál við utanumhald um myndasafnið. Aðstandendur geta skoðað myndir sem merktar eru með nafni barns og einnig er hægt að sækja og vista á tölvu allar myndir sem teknar hafa verið af barninu frá upphafi skólagöngu.

 • Skjöl
 • Ljósmyndir

Vefumsjón

student database karellen

Öflugt vefumsjónarkerfi fylgir með kerfinu þar sem skólar geta sett upp sitt vefsvæði til kynningar á starfinu og til að birta upplýsingar um starfið og skólann sjálfan. Þótt nýjir upplýsingamiðlar hafi komið fram sem einfalda og bæta samskipti og kynningu er enn mikilvægt að skólar hafi sitt vefsvæði með fréttum, upplýsingasíðum og aðstöðu til að dreifa skýrslum um starfið. Vefvæðið sem fylgir með rekstrarkerfinu gefur færi á að sýna dagskrá skólans, matseðil og og fleiri þætti í daglegu starfi sem foreldrar og aðrir hafa gagn af.

 • Sjálfvirk birting upplýsinga sem skráðar eru í kerfið
 • Fallegt útlit með möguleikum á breytingum og sérhönnun

Skilgreindur notendaaðgangur

Í kerfinu er aðgangur notenda skilgreindur út frá hlutverkum. Þannig fá aðstandendur viðmót sem hentar þeim til að nálgast upplýsingar hratt og örugglega. Að sama skapi fá skólastjórar sinn aðgang sem gefur þeim möguleika á að fylgjast með og skrá alla helstu þætti skólastarfsins. Kennarar fá sitt viðmót sem gefur aðgang að nemendalistum og upplýsingum auk möguleika á skráningum, breytingum og samskiptum við aðstandendur og annað starfsfólk skólans. Sveitarfélög og rekstraraðilar skóla hafa sitt hvorn aðganginn þar sem hægt er að fá upplýsingar um og samræma tiltekna þætti í rekstri skólanna. Þannig getur sveitarfélagið breytt gjaldskrá allra skóla sem starfa á svæðinu með einni aðgerð.

 • Sérstakur aðgangur fyrir hvern hóp
 • Möguleiki á að velja tungumál
student database karellen

Vefðu barnið þitt mjúkum örmum fyrstu fimm árin. Agaðu barnið næstu fimm. Þegar barnið verður sextán ára skaltu koma fram við það eins og vin þinn. Uppkomin eru börnin þínir bestu vinir

Chanakya

Skjáskot